fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

SJÓNVARP: #Metoo þættir í bígerð – Sjálfstæðar sögur í anda Black Mirror

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og framleiðandinn Ryan Murphy er um þessar mundir að þróa nýja sjónvarpsþáttaröð um Metoo-hreyfinguna.

Líklegt þykir að þátturinn verði unninn í samstarfi við Netflix þar sem Murphy hefur nýgengið frá stórum samningi við efnisveituna.

Þættirnir bera heitið Consent (eða Samþykki) og sagt er að þeir verði í stíl við hina geysivinsælu Black Mirror-seríu. Hver þáttur segir sjálfstæða sögu og verður nýtt teymi aðstandenda við tauminn á hverjum.

„Svona er Hollywood”

Metoo-byltingin hófst í október í fyrra. Þá greindu fjölmargar konur frá kynferðisbrotum og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Í kjölfarið greindi fjöldi kvenna í ýmsum starfsstéttum frá reynslu sinni af sambærilegu ofbeldi og áreitni við störf.

Fyrri sjónvarpsþættir Murphy hafa vakið mikla athygli og hlotið fjölda verðlauna.

Ryan Murphy hefur áður unnið að sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck, Glee, American Horror Story og American Crime Story sem sópaði til sín níu Emmy-verðlaunum en það er fjöldamet fyrir eina þáttaröð á hátíðinni.

Framleiðandinn hefur sagt frá því að Constent fjalli um mál Harvey Weinstein og leikarans Kevin Spacey ásamt því að notast við frásagnir margra brotaþola í áreitismálum kvikmyndabransans og víðar.

Þetta er sorglegt umverfi”, sagði Murphy í samtali við fréttamiðilinn The New Yorker, „…en svona er Hollywood. Fæstir sem hafa náð frama í þessum bransa fengu almennilegt uppeldi, svo ég viti.”

Enn er ekki ljóst hvenær þættirnir verða teknir til sýninga en álykta má að margir bíði spenntir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“