fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

SJÓNVARP: #Metoo þættir í bígerð – Sjálfstæðar sögur í anda Black Mirror

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og framleiðandinn Ryan Murphy er um þessar mundir að þróa nýja sjónvarpsþáttaröð um Metoo-hreyfinguna.

Líklegt þykir að þátturinn verði unninn í samstarfi við Netflix þar sem Murphy hefur nýgengið frá stórum samningi við efnisveituna.

Þættirnir bera heitið Consent (eða Samþykki) og sagt er að þeir verði í stíl við hina geysivinsælu Black Mirror-seríu. Hver þáttur segir sjálfstæða sögu og verður nýtt teymi aðstandenda við tauminn á hverjum.

„Svona er Hollywood”

Metoo-byltingin hófst í október í fyrra. Þá greindu fjölmargar konur frá kynferðisbrotum og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Í kjölfarið greindi fjöldi kvenna í ýmsum starfsstéttum frá reynslu sinni af sambærilegu ofbeldi og áreitni við störf.

Fyrri sjónvarpsþættir Murphy hafa vakið mikla athygli og hlotið fjölda verðlauna.

Ryan Murphy hefur áður unnið að sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck, Glee, American Horror Story og American Crime Story sem sópaði til sín níu Emmy-verðlaunum en það er fjöldamet fyrir eina þáttaröð á hátíðinni.

Framleiðandinn hefur sagt frá því að Constent fjalli um mál Harvey Weinstein og leikarans Kevin Spacey ásamt því að notast við frásagnir margra brotaþola í áreitismálum kvikmyndabransans og víðar.

Þetta er sorglegt umverfi”, sagði Murphy í samtali við fréttamiðilinn The New Yorker, „…en svona er Hollywood. Fæstir sem hafa náð frama í þessum bransa fengu almennilegt uppeldi, svo ég viti.”

Enn er ekki ljóst hvenær þættirnir verða teknir til sýninga en álykta má að margir bíði spenntir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag