fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Landar hlutverki í vinsælum BBC/Netflix þáttum

Jóhannes Haukur í The Last Kingdom

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. júlí 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari heldur áfram að landa hlutverkum í stórum erlendum þáttaröðum.

Það nýjasta er önnur sería The Las Kingdom, sem er framleidd af BBC og Netflix. Jóhannes mun þar leika náunga sem kallaður er Sverre, en í bókunum sem þættirnir byggjast á er hann danskur kapteinn á þrælaskipi. Jóhannes segist í samtali við DV ekki mega láta neitt uppi um hvernig hlutverki hans verði háttað. „Hlutunum er nú oft breytt fyrir sjónvarp, en stundum ekki. Svona er þetta að minnsta kosti í bókunum.“

Tökur á þáttunum hefjast í lok júlí, en að ýmsu er að huga fyrst. „Ég fer til Búdapest á miðvikudaginn og verð í tvo daga í búningamátun og make-up prufum. Fjölskyldan kemur svo út með mér þegar tökur hefjast.

Geggjaðir búningar

Jóhannes er að vonum spenntur fyrir þátttökunni í þessu stóra verkefni.

„Þetta er hrikalega spennandi. Ég horfði á alla fyrstu seríuna eftir að mér var boðið hlutverkið og finnst hún frábær. Það er svo gaman að fá að vera í svona períódu drama þar sem allir eru í geggjuðum búningum í stórkostlegri sviðsmynd. Það skemmir ekki að veðrið í Búdapest næstu daga er sól og 30 stiga huti. Það mun væntanlega fara vel um mann þarna. Það er líka mjög gott tækifæri að fá svona hlutverk í seríu sem frameidd er af risum eins og BBC og Netflix. Frábært að geta líka tekið fjölskylduna með í tökurnar í lok júlí/ágúst. Það betra að hafa þau með að upplifa ævintýrið.“

Þættirnir The Last Kingdom byggja á sögulegum skáldsögum eftir Bernard Cornwell og gerast seint á níundu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið