fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Heiða Björg: „Krakkarnir forðuðust hann og sögðu að hann myndi örugglega deyja“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 5. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rösku ári síðan var Heiða Björg Hilmisdóttir lítt þekktur borgarfulltrúi en nú er hún orðin einn umtalaðasti femínisti landsins og varaformaður Samfylkingarinnar. Kristinn hjá DV heimsótti Heiðu og ræddi við hana um stjórnmálin, #metoo-byltinguna, æsku í fátækt og son hennar, Hilmi, sem greindist yngstur Íslendinga með MS-taugasjúkdóminn.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

Vinirnir sneru við honum bakinu

Það sem reyndist honum sérstaklega erfitt var félagslega staðan. Hilmir og vinir hans æfðu fótbolta og voru búnir að ákveða að verða saman atvinnumenn hjá Arsenal.

„Þegar þú ert ellefu ára er það algjörlega raunhæft markmið í þínum huga,“ segir Heiða og brosir. „En hann datt fyrst í B lið, síðan C og þurfti loks alveg að hætta á mjög skömmum tíma. Hann missti líka úr skóla og fór frá því að vera með tíu bestu í bekknum í tíu lökustu á einu ári. Hann missti tökin á lífinu.“

Krakkar geta verið grimmir, sérstaklega þegar einhver er öðruvísi í hópnum. Hilmir fékk að kenna á þessu um leið og sjúkdómurinn fór að hafa áhrif á hann og vinirnir sneru við honum bakinu en fyrir þennan tíma hafði hann verið félagslega sterkur. Hilmir fór með skólahjúkrunarfræðingi í alla bekki skólans þar sem krökkunum var sagt frá sjúkdómnum og einkennum hans en hann fékk samt takmarkaðan skilning frá bekkjarsystkinum sínum. Hann lenti í mikilli stríðni og útilokun, hreinu og kláru einelti sem reyndist allri fjölskyldunni erfitt og ekki síður vinkonum hans sem reyndu að standa með honum.

„Hann var ekki hafður með í leikjum, hlutirnir hans voru skemmdir, úlpan hans færð á milli snaga og alls kyns skrítnir hlutir. Krakkarnir forðuðust hann og sögðu að hann myndi örugglega deyja.“

Heiða leitaði til samtakanna Einstök börn og þar heyrði hún sömu sögu frá öðrum foreldrum barna með langvinna sjúkdóma. Börnin voru almennt að lenda í einelti og útilokun.

Hvernig fannst þér kerfið taka á þessu?

„Að eiga hann hefur einnig verið eins og krefjandi háskólanám þar sem ég hef þurft að læra á kerfið. Hann var til dæmis hjá mörgum læknum, geðlækni, húðlækni, heimilislækni og taugalækni, en þeir töluðu saman. Langholtsskóli tók ágætlega á hans málum en stuðningurinn sem hann fékk í framhaldsskóla var alls ekki nægur. Það sem mér fannst erfiðast var þó að sjá hvernig við sem foreldrasamfélag brugðumst. Við verðum að passa upp á að öllum sé boðið í afmæli og tala við börnin okkar þegar þau byrja allt í einu að hætta að umgangast einhvern vin.“

Hilmir er tvítugur í dag, hvernig þróuðust hans mál?

„Félagslega staðan skánaði þegar hann eltist og hann eignaðist vini úr yngri árgöngum. Þá komu sumir gamlir vinir tilbaka. En hann er öryrki í dag og hefur enn ekki náð að fóta sig í lífinu, en ég hef trú á honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið