fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Eyjan

Standard & Poors staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. júlí 2017 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matsfyrirtækið Stand­ard & Poors hefur staðfest hækkun á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands í A/A-1 fyrir langtíma- og skammtímaskuldir í erlendum og innlendum gjaldmiðlum. Ástæða hækkunarinnar eru stöðugar horfur í efnahagsmálum og möguleikar á frekari styrkingu opinberra fjármála sem vegi á móti hættunni á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum.

Lánshæfismatið hækkaði í janúar síðastliðnum í A- úr BBB+, var það í fyrsta sinn síðan í október 2008 sem ríkissjóður fær A í lánshæfismat.

Stand­ard & Poors vísar helst til vaxtar í ferðaþjónustu hér á landi sem hafi örvað hagkerfið til muna og gert Seðlabankanum kleift að safna 7,2 milljörðum Bandaríkjadala í gjaldeyrisvaraforða í árslok 2016. Það hafi greitt leiðina til afléttingar gjaldeyrishafta í apríl.

S&P búast við því að lífeyrissjóðirnir nýti sér styrkingu krónunnar og fari að fjárfesta erlendis. Varað er við miklum launahækkunum sem geti sett fjárhagslegan stöðugleika í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli