Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er flestum til geðs og virðist topp maður í alla staði. Hann kemur vel fram, hann er yfirlýstur femínisti, hann mætir í Pride göngur og lætur réttindi samkynhneigðra sig varða, og tekur flóttamönnum opnum örmum. Svo er hann auðvitað fjallmyndarlegur.
Undanfarið hafa myndir frá ungdómsárum hans farið mikinn á veraldarvefnum og netverjar eru gjörsamlega að fara á límingunum. Það er kannski ekki skrýtið enda er hann stórglæsileg fyrirsæta. Sjáið það bara sjálf!