Riyad Mahrez er ekki á förum frá Leicester en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Leikmaðurinn bað um sölu frá félaginu í gær en Manchester City hefur lagt fram nokkur tilboð í leikmanninn í dag.
Leicester vill fá 75 milljónir punda fyrir sóknarmanninn en City bauð leikmann og pening í skiptum fyrir Mahrez.
Leicester er ekki tilbúið að selja fyrir minna en 75 milljónir punda og því hefur City nú gefist upp á því að fá leikmanninn.