Olivier Giroud, framherji Arsenal er að ganga til liðs við Chelsea.
Framherjinn hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal sem var að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang í morgun.
Hann vill fá að spila meira og eiga þannig möguleika á því að fara með Frökkum á HM í Rússlandi.
Sky Sports greinir frá því í dag að félögin séu búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Giroud sem er í kringum 15 milljónir punda.
Það má því reikna með því að framherjinn verði orðinn leikmaður Chelsea áður en glugginn lokar.