Pierre-Emerick Aubameyang er gengin til liðs við Arsenal en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.
Hann kemur til félagsins frá Borussia Dortmund og er kaupverðið í kringum 55 milljónir punda.
Aubameyang skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við enska félagið og mun þéna í kringum 180.000 pund samkvæmt miðlum á Englandi.
Henrikh Mkhitaryan kynnti Aubameyang til leiks í myndbandi sem félagið birti núna rétt í þessu en þeir léku saman hjá Dortmund á sínum tíma og þekkjast því vel.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
#YoPierre 😉 pic.twitter.com/VKlUZdOqv1
— Arsenal FC (@Arsenal) January 31, 2018