Það stefnir allt í það að Chelsea sé að kaupa Olivier Giroud frá Arsenal.
Arsenal er að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang og því búist við því að tækifærum Giroud myndi fækka.
Chelsea mun láta Michy Batshuayi að öllum líkindum fara til Dortmund svo allt gangi upp.
Sagt er að Chelsea muni borga 18 milljónir punda fyrir þennan öfluga franska sóknarmann.
Chelsea hefur viljað bæta við sóknarmanni sem er stór og stæðilegur og það er Giroud.
Chelsea set to sign Giroud for £18m following long day of talks with Arsenal. #cfc #afc More to follow on @TeleFootball
— Matt Law (@Matt_Law_DT) January 30, 2018