fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433

Sjónvarpsmaður hlær af ásökunum Klopp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jake Humphrey sjónvarpsmaður hjá BT Sport segir það tómt bull að stöðin hafi haft áhrif á uppbótartíma í leik Liverpool og West Brom um helgina.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool hélt þessu fram í dag og hafa orð hans vakið athygli.

Klopp vildi meina að uppbótartími fyrri hálfleiks hefði átt að vera tíu mínútur vegna myndbandsdóma sem töfðu leikinn.

Hann sagði hins vegar að sjónvarpið hefði bannað að hann yrði lengir en fjórar mínútur. ,,Ég heyrði að uppbótartíminn hefði átt að vera tíu mínútur,“ sagði Klopp.

,,Ég heyrði að sjónvarpið hefði sagt að hann yrði ekki lengri en fjórar mínútur, það er ekki hægt að þeir hafi þessi áhrif. Það er ekki hægt að stytta leik vegna sjónvarps, ég veit ekki hvað kom á eftir leiknum. Kannski fréttir.“

Humphrey segir þetta tómt bull enda var stöðin með langan þátt að leik loknum sem fór yfir öll atriði og því nægur tími til stefnu.

,,Hlægilegt, við myndum taka öllum uppbótartíma og vorum ekket að fara úr útsendingu. Það er ómögulegt fyrir okkur að hafa áhrif á svona,“ skrifar Humphrey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“