fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433

Antonio Conte: Mikilvægt að fá sjálfstraust fyrir leikina sem eru framundan

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tók á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Eden Hazard kom Chelsea yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan því 1-0 í leikhléi.

Victor Moses tvöfaldaði forystu heimamanna á 63. mínútu og Hazard gerði svo út um leikinn með glæsilegu marki á 71. mínútu og lokatölur því 3-0 fyrir Chelsea.

Antonio Conte, stjóri Chelsea var sáttur með að liðið sé komið aftur á sigurbraut.

„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna í kvöld og ná í þrjú stig,“ sagði Conte.

„Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð, illa og það var mikilvægt fyrir sjálafstraustið að vinna í kvöld. Leikmennirnir fengu góða hvíld fyrir leikinn og það var mikilvægt.“

„Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel þar sem að það var ekki mikið sjálfstraust í liðinu og þeir hefðu getað skorað fyrsta markið. Um leið og við skorum þá tókum við fulla stjórn á leiknum og áttum sigurinn skilið.“

„Það var mikilvægt að vinna í kvöld og fá sjálfstraust fyrir erfiða leiki sem eru framundan hjá okkur í FA-bikarnum og Meistaradeildinni,“ sagði Conte að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ