fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Besta vininum sigað á veiðiþjófana

Hundar eru þjálfaðir til að vernda nashyrninga í Orrustulæk – Þurfa 400 hunda hið minnsta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. júní 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar eru gjarnan þjálfaðir til ýmissa verka. Þeir aðstoða fólk sem hefur sértækar þarfir, svo sem blinda einstaklinga, þeir leita að fíkniefnum og sprengjum fyrir lögregluna og oft aðstoða þeir veiðimenn. En í leynilegum búðum í Suður-Afríku, sem kallast Battle Creek, eða Orrustulækur, eru hundar þjálfaðir til þess að elta uppi veiðiþjófa. Margar leiðir hafa verið reyndar í Suður-Afríku til að stemma stigu við drápi á dýrum í útrýmingarhættu. Það eru helst nashyrningar sem verða veiðiþjófum að bráð í Suður-Afríku og víðar í heimsálfunni.

Hundaþjálfunin er verkefni á vegum Ichikowitz-fjölskyldusjóðsins. Hundar og menn eru þjálfaðir í sameiningu með sérsveitarbrögðum. Mennirnir eru umsjónarmenn hundanna og þurfa því talsverða þjálfun.

Hundarnir eru þjálfaðir í að finna skotvopn, finna veiðimenn, sem liggja í leyni, og að síga úr þyrlum. Þjálfararnir og hundarnir fara í eftirlitsferðir sem geta staðið í þrjá daga. Þeir bera vistir sínar sjálfir, eru settir í feluliti til að geta falið sig í náttúrunni og á næturnar sofa hundarnir og þjálfararnir saman í svefnpoka. Æfingabúðirnar í Orrustulæk standa yfir í þrjá mánuði og myndast þá sterk tengsl milli þjálfara og dýrs. Hundarnir eru upp til hópa þýskir fjárhundar eða belgískir Malinois-fjárhundar. Hundarnir eru valdir úr goti sem er ræktað í Orrustulæk, en þar eru nú um 50 hundar. Alls þarf 400 varðhunda í Suður-Afríku til að anna eftirspurn.

Miklar vonir eru bundnar við að hundarnir og þjálfararnir geti komið í veg fyrir veiðiþjófnað, en þegar hafa verið gerðar tilraunir með dróna. Ljósmyndari EPA fór og hitti hundana og þjálfarana í Orrustulæk og kynntist meðal annars þeim Venom, Killer, Alpha og Delta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“