fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Gatsby og glamúr í Gamla bíói

Ennisbönd, fjaðrir, pallíettur og vatnsgreiddir herrar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. maí 2016 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farandviðburðurinn Party like a Gatsby var haldinn í Gamla bíói á laugardagskvöldið. Partíið hefur verið sett upp víðs vegar um Evrópu og er í anda tísku og tónlistar þriðja áratugar síðustu aldar.

Bíómyndin, The Great Gatsby, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, byggir á samnefndri skáldsögu frá 1925 eftir F. Scott Fitzgerald. Sagan fjallar um partíljónið Jay Gatsby ástir, örlög og að sjálfsögðu eftirminnilegar veislur hans.

Mikið var um dýrðir í glæsilegum salarkynnum Gamla bíós, en gestir mættu í sínu fínasta pússi – allt í anda þriðja áratugarins.

„Þetta var skemmtileg upplifun,“ segir Svanhvít Thea Árnadóttir, sem var á staðnum. „Það var farið alla leið með þetta. Starfsfólk í búningum og öll umgjörð góð.“

Ljósmyndari DV leit líka við og náði þessum myndum af hressum og glæsilegum gestum.

Heima hjá Jay Gatsby flæddi kampavínið … líka í Gamla bíói.
Kampavín í glösum Heima hjá Jay Gatsby flæddi kampavínið … líka í Gamla bíói.
Hárbönd, perlufestar og fjaðrir einkenndu glysklæði kvenna á Gatsby-tímanum.
Flottar Hárbönd, perlufestar og fjaðrir einkenndu glysklæði kvenna á Gatsby-tímanum.
Tvær glæsilegar vinkonur á ballinu.
Flottar með fjaðrir Tvær glæsilegar vinkonur á ballinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“