fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Alltaf áhugaverður

Clint Eastwood í spagettívestra

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 16. apríl 2016 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir láta ekkert á sjá sama hvað árunum fjölgar. Clint Eastwood er einn þeirra. Hann er alltaf jafn flottur og hrukkurnar gera ekkert annað en að gera hann enn áhugaverðari. Á laugardagskvöld sýnir RÚV spagettívestrann For a Few Dollars More frá árinu 1965 í leikstjórn Sergio Leone þar sem ungur Eastwood kemst í hann krappan. Þetta er hasarmynd sem auðvelt er að njóta, það eina sem maður þarf að gera er að halla sér aftur í sóffanum og ákveða að skemmta sér. Það er alltaf gaman að sjá töffara berjast í erfiðum aðstæðum og sigra að lokum. Engum töffara treystir maður betur til þess en Clint Eastwood. Meira að segja Bruce Willis, jafn góður og hann er, stenst ekki samanburð við okkar mann. Nærvera Eastwood er þannig að maður veit að hann hefur vald á aðstæðum. Ekkert fær bugað hann.

Ungur Eastwood á hesti að eiga við vondu mennina er uppskrift að góðu laugardagskvöldi. Ekki skemmir fyrir að tónlistin í myndinni er eftir Ennio Morricone sem er algjör snillingur. Eastwood og Morricone eru enn að, sá fyrrnefndi orðinn 85 ára og sá síðarnefndi fékk Óskarinn á dögunum 87 ára gamall. Báðir eru þeir dæmi um það að þótt komið sé á elliár þá getur sköpunargáfan enn verið óskert. Það er sannarlega gott að vita af því.

Clint Eastwood er enn í fullu fjöri, annað getur ekki verið, því ekki er langt síðan hann fékk sér nýja konu sem er 33 árum yngri en hann. Gamalmenni geta ýmislegt. Reyndar er Eastwood síungur að því leytinu til að stöðugt er verið að endursýna gamlar myndir með honum. Ef maður kveikir á sjónvarpi í útlöndum þá bregst ekki að á einhverri stöðinni er verið að sýna Dirty Harry-mynd. Þar er Eastwood sannarlega flottur – sem hann er nú reyndar alltaf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“