fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Veiga: „Erfiðast að missa konuna mína“

„Stundum hef ég hugsað að það hefði bara verið léttvægara að missa hana í gröfina“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skil hana, það er ekki léttbært að horfa upp á þá manneskju sem hún taldi manninn sinn breytast í konu. Ég er sama manneskjan þó svo að ég sé breytt útlitslega en ég er ekki sú sama í hennar huga lengur,“ segir Veiga Grétarsdóttir en hún fæddist í karlmannslíkama og bar áður nafnið Grétar Veigar. Í áratugi háði hún hatramma baráttu við sjálfa sig og reyndi að lifa „eðlilegu“ lífi. Hún ákvað loks að standa með sjálfri sér og hefja kynleiðréttingarferli. Í dag upplifir hún loksins frelsi til að vera hún sjálf – en fórnarkostnaðurinn hefur líka verið mikill. Meðal annars hefur Veiga þurft að sjá á eftir ástinni í lífi sínu.

Veiga, sem á tvö börn og eitt stjúpbarn og starfar sem rennismiður, er í einlægu viðtali við Austurgluggann þar sem fram kemur að hún var um 11 eða 12 ára aldur þegar hún uppgvötvaði að hún var öðruvísi og sótti hún meðal annars í að klæðast kvennmannsfötum. Hún segist hafa upplifað mikla skömm fyrir þessar langanir sínar, sem hún deildi ekki með neinum. Hún hefur áður tjáð sig um lífsreynslu sína í viðtali við Bæjarins bestu

„Það eina sem ég vissi var að þetta var ekki eðlilegt“

„Ég vissi ekki að þetta hefði nafn, hélt ég væri ein í heiminum. Það eina sem ég vissi var að þetta var ekki eðlilegt og ég yrði fela þetta,“ segir hún en hún segir löngunina til að klæðast kvenmannsfötum alltaf hafa verið til staðar frá því hún fann hana fyrst en alltaf hafi hún náð að bæla hana niður inn á milli. Reyndi hún á tímabili að skilgreina sig sem klæðskipting.

Vildi lifa eðlilegu fjölskyldulífi

Veiga kynntist þáverandi sambýliskonu sinni árið 2009 og vissi hún af því að Veiga hefði á tímabili verið klæðskiptingur. Ástin var sterk og sambandið gekk að sögn Veigu vel, en hún vildi á þeim tíma lifa „eðlilegu“ fjölskyldulífi og eiga konu og börn. Hún segir að árið 2013 hafi hins vegar hlutirnir breyst og hún horfðist í augu við sjálfa sig. Hún var þá búsett í Noregi með fjölskyldu sinni.

Ljósmynd/BB.is
Ljósmynd/BB.is

„Ég get tímasett augnablikið nákvæmlega sem ég áttaði mig almennilega á þessu en það var um jólin 2013 þegar konan mín sýndi mér mynd sem hún hafði tekið af mér og dóttur minni en á henni sé ég hve hárið á mér var farið að þynnast og það skein í skallann á mér. Ég fékk algert sjokk og þaðfyrsta sem ég hugsaði var: „Fokk, ég get ekki verið skölótt kona,“ segir hún.

Árið 2014 greindi norskur sálfræðingur Veigu sem einstakling fæddan í röngum líkama og lagði fram beiðni um leiðréttingu með lyfjameðferð og aðgerð. Hún lýsir því hvernig hún fékk í kjölfarið miklar efasemdir um greininguna og ætlaði hún á tíambili að pakka niður öllum kvenmannsfötunum og lifa áfram sem karlmaður. Vanlíðanin sem fylgdi í kjölfarið var gríðarleg og Veiga reyndi meðal annars að stytta sér aldur.

„Einu sinni var ég að hjóla niður bratta brekku, var komin á 60 kílómetra hraða og var byrjuð að beygja fyrir vörubíl, en það sem var efst í huga mér var að það væri auðveldara fyrir börnin mín að missa pabba sinn í slysi en að hann myndi breyta sér í konu.“

„Ég áleit mig alltaf aumingja fyrir að vera svona“

Ástin er ennþá til staðar

Veiga skildi við sambýliskonu sína um jólin 2014 og flutti heim til Íslands. Eftir það hefur hún meira og minna lifað sem kona. Hún er nú í kynleiðréttingarferlinu, undanfarið ár hefur hún gengist undir hormónameðferð, með tilheyrandi tilfinningasveiflum, og þá eru framundan tvær til þrjár aðgerðir á Landspítalanum í haust. Hún segir að sjálfsmynd sín sé á uppleið og hún hafi meðal annars sagt „endanlega bless við karlinn“ með því að gefa öll gömlu karlmannsfötin sín. Hún segist finna innri ró og frið þar sem hún fær nú loksins að vera hún sjálf og þá hafa fjölskylda hennar og vinir staðið þétt á bak við hana.

„Þetta hefur verið mikið ferðalag. Fólk segir mig hetju og hugrakka sem mér þótti aldrei, ég áleit mig alltaf aumingja fyrir að vera svona og sannfært mig um að ég væri ekki normal,“ segir hún en bætir síðan við að þessu öllu hafi líka fylgt mikill fórnarkostnaður. Þegar hún er spurð um hvað hafi verið erfiðast við ferlið svarar hún: „Að missa konuna mína.“

Ljósmynd/BB.is
Ljósmynd/BB.is

„Ég elska hana og sakna hennar ennþá þótt liðið sé ár frá því við skildum. Ég hugsa að þetta hefði aldrei verið svona erfitt hefði ég ekki verið með henni en við áttum sex dásamleg ár,vorum bestu vinir og ætluðum okkur að verða gömul saman. Það er líklega ekkert mál að ganga í gegnum skilnað ef tilfinningarnar eru farnar en það voru þær ekki hjá mér, stundum hef ég hugsað að það hefði bara verið léttvægara að missa hana í gröfina.

„Mínir draumar voru að við gætum bara haldið áfram að búa saman, hvort sem það væri sem vinir eða hvað. Ég skil hana, það er ekki léttbært að horfa upp á þá manneskju sem hún taldi manninn sinn breytast í konu. Ég er sama manneskjan þó svo að ég sé breytt útlitslega en ég er ekki sú sama í hennar huga lengur.“

Hún segir jafnframt að hún hafi einfaldlega ekki átt annarra kosta völ en að fara í gegnum þetta ferli. Annars hefði hún farið þá leið að taka eigið líf. „Það myndi enginn maður ganga í gegnum þetta „af því bara“. Maður vaknar ekkert einn daginn og ákveður að það sé góð hugmynd að verða kona.“

Hér má lesa viðtalið við Veigu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“