

Magnús Daði Ottesen er ungur og efnilegur sóknarmaður sem fékk nýlega boð frá stórliðinu Bayern Munich til að koma á reynslu og æfa með unglingaliði félagsins.
Þetta kemur fram á miðlum Fylkis í dag en faðir hans er Sölvi Geir Ottesen fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og þjálfari Íslandsmeistara Víkings í dag.
Hann er fæddur árið 2010.
Magnús hefur spilað lykilhlutverk í 2. og 3. flokki Fylkis og varð í haust yngsti leikmaður í sögu félagsins til að spila keppnisleik með meistaraflokki karla.