fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 13:00

Wembley. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prinicipality-leikvangurinn í Cardiff hefur verið valinn til að vera vettvangur opnunarleiks EM 2028, en Wembley í London mun hýsa bæði undanúrslit og úrslitaleik mótsins sem UEFA hefur nú ákveðið að hefjist klukkan 17:00.

Mótið sem haldið verður í Englandi, Wales, Skotlandi og Írlandi og samanstendur af 24 liðum í 51 leik, hefst föstudaginn 9. júní 2028 og lýkur nákvæmlega mánuði síðar, sunnudaginn 9. júlí.

UEFA staðfesti jafnframt að gestgjafaþjóðirnar muni fá að spila sína leiki í riðlinum á heimavelli, að því gefnu að þær komist beint inn á mótið.

Fyrsti leikur Englands færi fram á Etihad-vellinum í Manchester og næstu tveir á Wembley. Írland, Skotland og Wales myndu spila í sínu heimalandi í Dublin, Glasgow og Cardiff.

UEFA hefur áður flýtt upphafstíma úrslitaleiks Meistaradeildarinnar í 17:00 og fylgir EM nú sömu stefnu.

Þrír leiktímar verða í boði á mótinu: 14:00, 17:00 og 20:00. Nákvæm dagskrá hvers leikdags verður birt eftir að dregið hefur verið í riðla árið 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Í gær

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint