

Enska landsliðið telur að það hafi fengið forskot á mótherja sína á HM með sérhönnuðum inniskóm.
Leikmenn Thomas Tuchels hafa sést ganga um í nýjum „Mind001“ skóm frá Nike, styrktaraðila liðsins, sem eiga samkvæmt framleiðanda að auka einbeitingu og andlega skerpu leikmanna.
Skórnir minna á litrík inniskó og kosta um 80 pund, en Nike segir að þeir bæti undirbúning fyrir leik með hugarörvandi tækni með því að tengja nema í iljunum við viðtaka í heilanum.

Tuchel sjálfur sem var ekki í skónum þegar hann mætti á fjölmiðlafund, virðist þó efins.
„Ég veit lítið um þessa skó,“ sagði hann.

„Þeir sögðu mér að þeir gætu einbeitt sér betur á fundum ef þeir væru í þeim, og ég vona að þeir trúi því. Kannski er það mikilvægasta að þeir trúi. Ég þekki ekki vísindin á bak við þetta. Þeir eru mjög spenntir að útskýra þetta fyrir mér, en ég hef ekki fundið tíma til að kafa í það. En allir leikmennirnir eru í þeim.“
Tuchel nýtir sjálfur hugleiðslu og öndunartækni til að undirbúa sig fyrir leiki, aðferðir sem hann tileinkaði sér í þýsku deildinni snemma á ferlinum.
„Ég trúi 100% á jákvæða hugsun,“ sagði hann. „Hugleiðsla hjálpar mér að halda aga, ég ætti að gera það daglega, helst tvisvar á dag.“