fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska landsliðið telur að það hafi fengið forskot á mótherja sína á HM með sérhönnuðum inniskóm.

Leikmenn Thomas Tuchels hafa sést ganga um í nýjum „Mind001“ skóm frá Nike, styrktaraðila liðsins, sem eiga samkvæmt framleiðanda að auka einbeitingu og andlega skerpu leikmanna.

Skórnir minna á litrík inniskó og kosta um 80 pund, en Nike segir að þeir bæti undirbúning fyrir leik með hugarörvandi tækni með því að tengja nema í iljunum við viðtaka í heilanum.

Tuchel sjálfur sem var ekki í skónum þegar hann mætti á fjölmiðlafund, virðist þó efins.

„Ég veit lítið um þessa skó,“ sagði hann.

„Þeir sögðu mér að þeir gætu einbeitt sér betur á fundum ef þeir væru í þeim, og ég vona að þeir trúi því. Kannski er það mikilvægasta að þeir trúi. Ég þekki ekki vísindin á bak við þetta. Þeir eru mjög spenntir að útskýra þetta fyrir mér, en ég hef ekki fundið tíma til að kafa í það. En allir leikmennirnir eru í þeim.“

Tuchel nýtir sjálfur hugleiðslu og öndunartækni til að undirbúa sig fyrir leiki, aðferðir sem hann tileinkaði sér í þýsku deildinni snemma á ferlinum.

„Ég trúi 100% á jákvæða hugsun,“ sagði hann. „Hugleiðsla hjálpar mér að halda aga, ég ætti að gera það daglega, helst tvisvar á dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu