
Joan Laporta, forseti Barcelona, hrósaði ungstirninu Lamine Yamal í hástert í nýju viðtali.
Yamal er þrátt fyrir ungan aldur ein skærasta stjarna heims og hefur hann verið lykilmaður í Barcelona og spænska landsliðinu í um tvö ár.
Það hefur þó verið töluvert rætt um að frægðin gæti stigið Yamal til höfuðs og einhverjir hafa áhyggjur af djammi og öðru utan vallar.
„Lamine Yamal er 18 ára gamall og nýtur lífsins. Hann sýnir mikinn þroska miðað við aldur og ég hef ekki áhyggjur af hans lífstíl,“ segir Laporta hins vegar.
„Það þarf að vernda hann og styðja, bæði við og fólkið í kringum hann. En hann er sannur atvinnumaður og leggur mikið á sig.“