fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Arsenal skrifaði söguna í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal skrifaði nýjan kafla í ensku knattspyrnusögunni með 2-0 sigri á Brighton í deildabikarnum á miðvikudagskvöld.

Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum þar sem þeir mæta Crystal Palace. Ethan Nwaneri kom Arsenal yfir á 57. mínútu og Bukayo Saka innsiglaði sigurinn 14 mínútum fyrir leikslok.

Lið Mikel Arteta hefur verið í frábæru formi og er nú með fjögurra stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar auk þess að hafa unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni.

Októbermánuður hefur verið sérstaklega glæsilegur, sex sigrar í sex leikjum í öllum keppnum án þess að liðið hafi fengið á sig mark. Arsenal er fyrsta enska úrvalsdeildarliðið í sögunni til að vinna sex leiki í einum mánuði án þess að fá á sig mark.

Síðasta markið sem liðið fékk á sig var 28. september gegn Newcastle United. Síðan þá hafa þeir unnið meðal annars Olympiacos, West Ham, Fulham, Atlético Madrid og Crystal Palace.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Í gær

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Í gær

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool