
Liverpool goðsögnin Steven Gerrard hefur staðfest næsta skref sitt eftir að hafa nýverið hafnað tækifæri til að snúa aftur til Rangers sem knattspyrnustjóri.
Gerrard, sem hætti að spila árið 2016 eftir stutt stopp hjá LA Galaxy, hefur ákveðið að snúa aftur í sjónvarpið og verður hluti af umfjöllun TNT Sports um úrvalsdeildarleik Liverpool og Aston Villa á laugardag. Þar mun hann starfa ásamt fyrrverandi liðsfélögum sínum Steve McManaman og Joe Cole.
Samkvæmt Sky Sports átti Gerrard nýlega viðræður við Rangers um að taka við liðinu af Russell Martin, en tímasetningin þótti ekki rétt. Félagið hefur í kjölfarið ráðið Danny Rohl, fyrrverandi stjóra Sheffield Wednesday.
Gerrard hefur áður stýrt Rangers með miklum árangri og vann skosku úrvalsdeildina árið 2021 án þess að tapa leik. Hann tók síðar við Aston Villa, en var rekinn minna en ári síðar. Síðasta starf hans var hjá Al Ettifaq í Sádi-Arabíu, sem hann yfirgaf í janúar.