fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Pressan
Föstudaginn 24. október 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Kenneth Djerf, 55 ára fangi á dauðadeild í Arizona í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi á dögunum. Rúm 30 ár eru síðan hann drap fjögurra manna fjölskyldu í ólýsanlegri hefndaraðgerð í september 1993.

Samkvæmt gögnum málsins grunaði Djerf fyrrverandi herbergisfélaga sinn, Albert Luna yngri, um að hafa stolið rafmagnstækjum og skammbyssu úr íbúð sem þeir deildu.

Nokkrum mánuðum síðar mætti Djerf að heimili foreldra Alberts undir því yfirskini að vera blómasendill. Hann komst þannig inn á heimilið þar sem hann batt móður hans, Patricu, og fimm ára gamlan son hennar, Damien, sem voru tvö heima þegar Djerf bar að garði.

Í frásögn lögreglu kemur fram að Djerf hafi spurt Patriciu: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“ áður en hann skaut þau bæði til bana.

Þegar faðirinn, Albert Luna eldri, og 18 ára dóttir hans, Rochelle, komu heim síðar sama dag réðst Djerf á þau. Nauðgaði hann Rochelle og stakk hana til bana, áður en hann stakk Albert eldri og skaut hann. Hann reyndi síðar að kveikja í húsinu til að hylma yfir glæpinn, en það mistókst.

Richard var tekinn af lífi síðastliðinn föstudag, þann 17. október, í fangelsinu í Florence í Arizona.

Djerf sendi frá sér handskrifaða yfirlýsingu mánuði áður en aftakan fór fram þar sem hann sagðist ekki ætla að biðja um náðum.

„Ef ég finn enga ástæðu til að hlífa lífi mínu, hvers vegna ætti einhver annar að finna hana?“ sagði hann meðal annars og bætti við að hann vonaðist til að dauði hans myndi færa aðstandendum fjölskyldunnar frið, einkum og sér í lagi Albert yngri.

Tveir fangar hafa nú verið teknir af lífi í Arizona á árinu, en hinn var Aaron Brian Gunches, sem árið 2002 myrti fyrrverandi eiginmann kærustu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál