
Samkvæmt gögnum málsins grunaði Djerf fyrrverandi herbergisfélaga sinn, Albert Luna yngri, um að hafa stolið rafmagnstækjum og skammbyssu úr íbúð sem þeir deildu.
Nokkrum mánuðum síðar mætti Djerf að heimili foreldra Alberts undir því yfirskini að vera blómasendill. Hann komst þannig inn á heimilið þar sem hann batt móður hans, Patricu, og fimm ára gamlan son hennar, Damien, sem voru tvö heima þegar Djerf bar að garði.
Í frásögn lögreglu kemur fram að Djerf hafi spurt Patriciu: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“ áður en hann skaut þau bæði til bana.
Þegar faðirinn, Albert Luna eldri, og 18 ára dóttir hans, Rochelle, komu heim síðar sama dag réðst Djerf á þau. Nauðgaði hann Rochelle og stakk hana til bana, áður en hann stakk Albert eldri og skaut hann. Hann reyndi síðar að kveikja í húsinu til að hylma yfir glæpinn, en það mistókst.
Richard var tekinn af lífi síðastliðinn föstudag, þann 17. október, í fangelsinu í Florence í Arizona.
Djerf sendi frá sér handskrifaða yfirlýsingu mánuði áður en aftakan fór fram þar sem hann sagðist ekki ætla að biðja um náðum.
„Ef ég finn enga ástæðu til að hlífa lífi mínu, hvers vegna ætti einhver annar að finna hana?“ sagði hann meðal annars og bætti við að hann vonaðist til að dauði hans myndi færa aðstandendum fjölskyldunnar frið, einkum og sér í lagi Albert yngri.
Tveir fangar hafa nú verið teknir af lífi í Arizona á árinu, en hinn var Aaron Brian Gunches, sem árið 2002 myrti fyrrverandi eiginmann kærustu sinnar.