Bandaríska leikkonan Demi Moore, festir sig enn frekar í sessi sem endurkomudrottning ársins 2025 með forsíðu tímaritsins Glamour.
Í bandarísku útgáfu tímaritsins prýðir Moore forsíðuna yfir konur ársins 2025 í glæsilegu krínólínkorsiletti frá Harris Reed. Útlitið er fullkomnað með skóm frá Thom Browne og glitrandi Chopard lokkum.
„Ég byrjaði allt hönnunarferlið mitt út frá viktoríönskum hugmyndum um krínólínbúr, að taka pláss, koma fram og eiga rýmið sem búrið veitir þér þegar þú ert í því,“ skrifaði Reed á Instagram um hönnunina.
Forsíðumyndatakan, ljósmynduð af Thomas Whiteside og stíluð af Brad Goreski, sýnir Moore í hátískufatnaði, þar á meðal svörtum Balenciaga-samfestingskjól, dramatískum Alexander McQueen-kjól með rauðum stígvélum og rafmögnuðu flauelsútliti frá Gucci.
Ástkær smáhundur leikkonunnar, Pilaf, fær sitt pláss í myndatökunni.
„Málið er að ég finn mig á vissan hátt svo miklu orkumeiri núna,“ sagði Moore, sem er 65 ára, í viðtali við Margaret Qualley, meðleikara hennar í kvikmyndinni The Substance.
„Ég horfi á einhverja eins og Helen Mirren og hugsa: „Ó, guð minn góður, hún er á níræðisaldri. Og sjáið hversu kraftmikil hún er og verkið sem hún er að vinna, fjölbreytnin í verkinu.“ Og það segir mér: „Ó, við eigum enn margt ógert.““
Fyrr á þessu ári vann Moore sín fyrstu stóru leiklistarverðlaun, Golden Globe fyrir bestan leik í aðalhlutverki í The Substance, eftir 45 ár sem leikkona. Hún fylgdi því eftir með sigrum á Critics Choice Awards og SAG Awards, auk þess að hljóta sína fyrstu Óskarstilnefningu.
Ræða Moore á Golden Globes vakti mikla athygli, en þar sagði hún frá því að framleiðandi hefði eitt sinn afgreidd hana sem „poppkornleikkonu“. Vakti ræðan alþjóðlega umræðu um gildi kvenna í Hollywood.
„Ástæðan fyrir því að ég held að þetta hafi vakið athygli er sú að það snýst um hugmyndina um að gefa frá okkur vald,“ sagði Moore. „Sú hugmynd að maður verði aldrei nóg, en að maður geti vitað gildi sitt ef maður leggur niður mælikvarðann.“
Verðlaunahátíð Glamour, konur ársins 2025, Women of the year Awards fer fram 30. október.