fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. október 2025 12:23

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ósættis Sigurðar Egils Lárussonar í kjölfar þess að honum var ekki boðinn nýr samningur á Hlíðarenda.

Sigurður Egill er goðsögn hjá félaginu eftir frábært gengi í gegnum árin en er á förum. Hann lék sinn síðasta heimaleik fyrir Val gegn FH í gær og ræddi við fjölmiðla að leik loknum.

„Ég var búinn að biðja stjórn Vals um samtal og svör en svo fékk ég skilaboð á Messenger frá formanninum um að mér yrði ekki boðinn samningur og að við myndum sjást á sunnudaginn. Það er súrsætur endir. Þjálfarinn vildi halda mér en stjórnin ekki,“ sagði hann við Mbl.is.

„Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt samtöl og fundi með leikmanninum vegna þessa, þá fyrst fyrir tímabilið þar sem til tals kom af hálfu leikmanns að leita á önnur mið vegna takmarkaðs spiltíma. Síðan tók leikmaður ákvörðun um að taka slaginn með Val í sumar,“ segir í yfirlýsingu Vals.

„Um mitt sumar veitti stjórn fyrir hönd félagins leikmanninum viðurkenningu fyrir að slá met yfir flesta leiki í efstu deild hjá Val. Á síðasta fundi stjórnar með leikmanninum í septembermánuði sömdum við fyrir hönd félagsins um að gera betur við hann en samningur segir til um vegna starfsloka hans.“

Valur harmar að Sigurður hafi ekki verið ánægður með hvernig var staðið að málum.

„Þegar stjórn félagsins tekur ákvarðanir er það með hagsmuni félagsins til framtíðar. Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar. Stjórn knattspyrnudeildar Vals þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu.“

Yfirlýsingin í heild
Vegna umræðu síðustu daga varðandi leikmann okkar, Sigurð Egil Lárusson, vill stjórn knattspyrnudeildar koma eftirfarandi á framfæri:

„Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt samtöl og fundi með leikmanninum vegna þessa, þá fyrst fyrir tímabilið þar sem til tals kom af hálfu leikmanns að leita á önnur mið vegna takmarkaðs spiltíma. Síðan tók leikmaður ákvörðun um að taka slaginn með Val í sumar.

Um mitt sumar veitti stjórn fyrir hönd félagins leikmanninum viðurkenningu fyrir að slá met yfir flesta leiki í efstu deild hjá Val. Á síðasta fundi stjórnar með leikmanninum í septembermánuði sömdum við fyrir hönd félagsins um að gera betur við hann en samningur segir til um vegna starfsloka hans.

Siggi hefur átt frábæran feril hjá Val og skapað frábærar minningar og leikið lykilhlutverk í liðum sem unnu titla á árunum 2015-2020. Á þessu tímabili hefur spilmínútum fækkað og hann spilað minnihluta leiktíma liðsins í sumar.

Þegar stjórn félagsins tekur ákvarðanir er það með hagsmuni félagsins til framtíðar. Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar. Stjórn knattspyrnudeildar Vals þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu.

Það er vilji okkar að kveðja leikmenn, ekki síst þá sem hafa verið lengi hjá félaginu á fallegan hátt. Þá er vert að benda á það að tímabilinu er ekki lokið og umræddur leikmaður á enn eftir að leika sinn síðasta leik fyrir félagið. Í kjölfarið fer fram lokahóf deildarinnar sem er sá vettvangur þar sem við heiðrum leikmenn okkar fyrir vel unnin störf fyrir félagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?