fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. október 2025 12:30

Ingrid Kuhlman. Skjáskot Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum snögg að brosa yfir mistökum annarra, en þegar við sjálf klúðrum einhverju virðist það skyndilega stórmál,“ segir Ingrid Kuhlman leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun í aðsendri grein á Vísi.

Ingrid, sem er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, skrifar grein á Vísi í morgun en tilefnið er alþjóðlegi Mistakadagurinn sem haldinn er í dag. Ingrid segist sjálf vera með óformlegt doktorsnám í að gera mistök með stæl en í grein sinni varpar hún ljósi á það hvernig best er að tækla öll þau mistök sem við óhjákvæmilega gerum.

„Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?“

„Ég mætti einu sinni á Teams-fund, tímanlega, með kaffi og allt, nema hvað, ég var í náttsloppnum. Myndavélin var á og ég fattaði það ekki fyrr en eftir ágætis samtal um starfsánægju. Þegar svona gerist er fyrsta hugsunin sjaldnast: „Þetta var góð reynsla“ heldur frekar „Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?“

Ingrid bendir á að við séum snögg að brosa yfir mistökum annarra, en þegar við sjálf klúðrum einhverju virðist það skyndilega stórmál. Það er eins og við séum öll með innbyggðan „klúðurmæli“ sem segir: „Smá mistök hjá öðrum: fyndið. Smá mistök hjá mér: heimsendir.“

Ingrid segir að við séum öll meðlimir í klúðurklúbbnum. „Sum okkar eru nýliðar, önnur eru með ævilanga áskrift. En það besta er að það eru engin félagsgjöld, bara góðar sögur og stöðug endurmenntun,“ segir Ingrid sem fer í grein sinni yfir uppruna alþjóða Mistakadagsins.

„Hugmyndin var einföld: að skapa vettvang þar sem fólk gæti rætt mistök opinberlega, án þess að skammast sín, með húmor, sjálfsgagnrýni og léttleika í stað leyndar og skammar. Markmiðið var að breyta viðhorfi samfélagsins frá skömm og yfir í lærdóm og húmor. Þannig urðu Finnar fyrstir til að finna upp leið til að tala um klúður án þess að hækka blóðþrýstinginn.“

Reynum að fela marblettina

Ingrid segir að mistök séu ekki bara óhjákvæmileg heldur bókstaflega hluti af námskerfi heilans.

„Við prófum, klikkum og lagfærum og þannig þróumst við. Ef við gerum aldrei mistök, erum við líklega ekki að gera neitt nýtt. Þegar barn lærir að ganga dettur það þúsund sinnum. En enginn segir: „Æ, þetta barn virðist bara ekki hafa hæfileika til að ganga, við skulum einblína á sitjandi stöður.”

Nei, við fögnum, klöppum, hvetjum, tökum myndband og setjum á samfélagsmiðla með #fyrstuskref. En þegar við verðum fullorðin hættum við að fagna þegar við dettum. Við reynum bara að fela marblettina. Kannski eru stærsta mistökin að halda að við eigum að vera fullkomin.

Ingrid fer svo yfir menninguna á vinnustöðum þar sem hún segir að stundum ríki svokölluð „klúðurlömun“ þar sem fólk er hrætt við að gera hluti af ótta við gagnrýni.

„Enginn þorir að taka ákvörðun án þess að hafa sent fimm tölvupósta, fengið þrjú samþykki og blessun frá alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki. Slíkt drepur nýsköpun, lærdóm og sjálfstraust. Þegar við hættum að gera mistök, hættum við líka að reyna. Mistök eru ekki aðeins óhjákvæmileg, þau eru eldsneyti lífsins. Þau minna okkur á að við erum lifandi, ekki vélmenni, og það er líklega besta ástæðan til að halda áfram að klúðra.“

Bendir Ingrid jafnframt á að sumar af frægustu uppfinningum sögunnar urðu til af hreinu klúðri, til dæmis Post-it miðinn, fyrsta sýklalyfið og kartöfluflögur.

„Á vinnustöðum mætti halda „klúðurfund“ einu sinni í mánuði þar sem fólk deilir mistökum sínum.

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

Að geta hlegið að eigin klúðri er tákn um styrk, ekki veikleika. Þegar við hlæjum saman að mistökum, hættum við að óttast þau, og vinnustaðurinn verður miklu skemmtilegri,“ segir Ingrid.

Alla greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Í gær

Fær ekki að kaupa uppþvottavél á kostakjörum

Fær ekki að kaupa uppþvottavél á kostakjörum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á bensínstöð N1: Kinnbeinsbrotinn, marinn og bólginn

Sauð upp úr á bensínstöð N1: Kinnbeinsbrotinn, marinn og bólginn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári