Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti þetta klukkan níu í morgun.
Í erindi sínu sagði Jørgen Watne Frydnes, formaður nefndarinnar, að María héldi loga lýðræðisins í Venesúela lifandi þrátt fyrir vaxandi myrkur. Hún væri eitt áhrifamesta dæmi hugrekkis í Suður-Ameríku á síðari tímum.
Ýmsir spáðu því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fengi verðlaunin fyrir að stuðla að friði á milli Ísraels og Hamas. Telja ýmsir að Trump muni gera tilkall til verðlaunanna á næsta ári.