fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Pressan

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Pressan
Föstudaginn 10. október 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2025 hefur verið arðbært fyrir norðurkóreska tölvuþrjóta en talið er að þeim hafi tekist að stela yfir tveimur milljörðum Bandaríkjadala á árinu, upphæð sem jafngildir 244 milljörðum króna.

Á undanförnum misserum hafa þrjótarnir beint spjótum sínum að fyrirtækjum í rafmyntaheiminum, en í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að þeir séu í auknum mæli farnir að beina spjótum sínum að nýju skotmarki: auðugum einstaklingum í rafmyntaheiminum.

Talið er að stjórnvöld í Pyongyang geri út tölvuhakkara sem herja á fyrirtæki og stofnanir um allan heim. Telja Sameinuðu þjóðirnar að tekjur vegna þessa jafngildi um 13 prósentum af landsframleiðslu Norður-Kóreu.

Bent er á það í frétt BBC að undanfarin ár hafi hópar eins og Lazarus Group, sem tengist stjórnvöldum í Norður-Kóreu, beint sjónum sínum að stórum fyrirtækjum í rafmyntaheiminum en þeir virðast í auknum mæli vera farnir að herja á auðuga einstaklinga í þeim hópi.

Rannsakendur hjá Elliptic, fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiningu á netglæpum og rafmyntaviðskiptum, segja að ástæðan sé sú að slíkir einstaklingar hafi oft veikari öryggisráðstafanir en fyrirtæki. Það geri þá að auðveldum skotmörkum fyrir tölvuþrjóta sem sækjast eftir stórum upphæðum í Bitcoin, Ethereum eða öðrum stafrænum eignum.

Öryggisstofnanir á Vesturlöndum telja að hinir stolnu fjármunir séu í ríkum mæli notaðir til að fjármagna þróun kjarnavopna og eldflauga í Norður-Kóreu.

Dr. Tom Robinson, yfirmaður hjá Elliptic, segir við BBC að raunverulegt umfang þjófnaðanna kunni að vera enn meira, þar sem árásir gegn einstaklingum séu sjaldnar tilkynntar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi