Gianluigi Donnarumma hefur vakið athygli fyrir óvenjulegt atriði í fyrstu leikjum sínum fyrir Manchester City hann lék nefnilega í ódýrri eftirlíkingu af leikmannabúningi félagsins.
Donnarumma, sem er 26 ára, gekk til liðs við City í sumar frá Paris Saint-Germain fyrir 26 milljónir punda eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði PSG, þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili.
Ítalski landsliðsmarkvörðurinn lék sinn fyrsta leik fyrir City fyrir tveimur vikum gegn erkifjendum Manchester United á Etihad-leikvanginum. Þar hélt hann markinu hreinu og hjálpaði City að vinna 3-0 í Manchester-slagnum í ensku úrvalsdeildinni.
Samkvæmt Footy Headlines var Donnarumma hins vegar ekki í venjulegum leikmannabúningi í þeim leik heldur í replica-bol, almennri útgáfu sem seld er til stuðningsmanna.
Þar kemur fram að bolurinn hafi borið bæði Puma- og Man City-merki, en hann hafi verið lausari að sniði og ekki með sömu eiginleika og þeir búningar sem leikmenn liðsins venjulega nota á vellinum.
Það sama á við um hans annan leik í ensku deildinni, Donnarumma hefur því spilað fyrstu tvo leiki sína í óhefðbundnum búningi, sem er afar sjaldgæft á þessu stigi.