Amad Diallo leikmaður Manchester United hefur hreinsað allt af samfélagsmiðlum sínum, hann fékk skammir í hattinn eftir helgina.
Diallo var slakur í sigri liðsins á Chelsea og hegðun hans eftir leik var einnig ekki vinsæl.
Diallo tók mynd af sér með Alejandro Garnacho leikmanni Chelsea eftir leik og birti hana á samfélagsmiðlum.
Garnacho var seldur frá United í sumar og er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna.
Stuðningsmenn hjóluðu fast í Diallo sem ákvað að eyða öllu efni af bæði X-inu og af Instagram.