fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“

433
Miðvikudaginn 3. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, kallar eftir faglegri umræðu um starf sitt og val hans á leikmönnum. Hann segir það ekki faglegt að vaða í sig fyrir það að velja leikmenn sem eru með Stellar sem umboðsmenn.

Bjarki Gunnlaugsson, bróðir Arnars, starfar hjá stærstu umboðsskrifstofu landsins og þar eru margir landsliðsmenn skjólstæðingar hans.

Frá því að Arnar tók við hefur umræðan farið reglulega af stað og fór aftur af stað þegar Arnar valdi hópinn sem nú er komin saman til að undirbúa sig fyrir undankeppni HM.

Meira:
Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

„Svo lengi sem það sé fagmannleg umræða, ekki koma með eitthvað svona að ég sé að velja Stellar leikmenn frekar en aðra. Þá ertu komin út í algjöra þvælu, umræðan ekki fagleg,“ sagði Arnar í Chess after Dark.

Arnar segir að þetta sé leið fyrir suma til að auglýsa þætti sem þeir eru með.  „Menn þurfa að auglýsa þættina sína og allt svoleiðis, ég hef alveg fullan skilning á því. En þetta er ekki fagleg umræða, þetta er bara bull í raun og veru.“

„Ég held að allt svona tali sínu máli, það eru einhverjir tíu sem eru sammála þessu. Svo eru þúsund manns sem eru alvöru knattspyrnuáhugamenn sem vita betur, ég held að ég þurfi ekki að svara fyrir þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ