Marseille er að reyna að fá Oleksandr Zinchenko frá Arsenal en það verður ekki einfalt. The Athletic greinir frá.
Úkraínumaðurinn virðist ekki lengur í áætlunum Mikel Arteta hjá Arsenal og er félagið til í að selja. Viðræður við Marseille eiga sér nú stað, en franska félagið vill fá hann alfarið til sín.
Zinchenko þénar hjá vel hjá Arsenal og getur Marseille engan veginn boðið það sama. Það flækir því stöðuna.
Þessi 28 ára gamli bakvörður gekk í raðir Arsenal frá Manchester City fyrir þremur árum síðan.