Kadon Sancho gæti enn verið leikmaður Manchester United þegar félagaskiptaglugginn lokar á mánudag.
Fjöldi félaga er í viðræðum við umboðsmann Sancho um mögulegt lánssamkomulag.
Roma hefur sýnt mikinn áhuga og reynt hvað þeir geta til að fá hann, en Sancho hefur viljað kanna fleiri kosti. Það er þó ekki hægt að útiloka að hann endi á Ítalíu.
Einnig er áhugi frá félögum í Tyrklandi og Sádi-Arabíu, en félagaskiptagluggarnir þar lokast 10. september (Sádi-Arabía) og 11. september (Tyrkland).
Manchester United vill helst selja leikmanninn alfarið, en viðurkennir að lánssamningur sé líklegasta niðurstaðan ef hann yfirgefur félagið.