fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. ágúst 2025 15:30

Putin og Trump á leiðtogafundi árið 2019. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður og fjölmiðlamaður, sem er giftur úkraínskri konu, segir að með leiðtogafundi Trump og Putin í Alaska sé búið að „normalísera“ stríðsglæpi Rússlandsforseta. Andrúmsloftið í kringum fundinn sé súrrealískt. Karl segir á Facebook-síðu sinni:

„Síðdegis í dag verður tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum í Alaska. Birtar verða myndir af leiðtogunum tveimur þar sem þeir fagna endurfundunum, faðmast og brosa framan í heiminn. Búið er að „normalisera“ þann hrylling sem Pútin ber ábyrgð á – allt vegna valdagræðgi hans. Tvær milljónir manna sem hafa fallið og særst skipta Pútin ekki máli – í kvöld verður hann samþykktur að nýju á alþjóðasviðið. Hann verður „einn af okkur.“ Á sama tíma spóka Lavrov og aðrir rússneskir ráðherrar sig um í Alaska i bolum merktum USSR. Súrrealisminn verður ekki meiri. Myndina tók ég í minningarreit í miðborg Kyiv fyrir tveimur vikum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar