fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Fókus
Sunnudaginn 27. júlí 2025 13:30

Vilhjálmur og Harry þegar allt lék í lyndi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins óttast fullkomna útskúfun frá Bretlandi og konungsfjölskyldunni þegar bróðir hans, Vilhjálmur Bretaprins, tekur við sem konungur. Þetta hefur breska götublaðið The Sun eftir  konunglegum sérfræðingum. Harry þráir að ná sáttum við föður sinn, Karl konung, en samband þeirra hefur verið stirt síðan hann og eiginkona hans, Meghan Markle, sneru baki við konungsfjölskyldunni árið 2020 og fluttu vestur um haf.

Nýlega funduðu aðstoðarmenn Harrys og Karls í London, sem ýtti undir sögusagnir um mögulegar sættir milli feðganna. Athygli vakti hins vegar að enginn fulltrúi Vilhjálms sat fundinn.

Tom Bower, sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, segir að Harry sé  „örvæntingarfullur“ um að ná sáttum við föður sinn, en að allt bendi til að Vilhjálmur sé mun langræknari og hafi engan áhuga á að fyrirgefa bróður sínum. Er það sér í lagi vegna ummæla Harrys um Katrínu prinsessu, eiginkonu Vilhjálms, í ævisögu hans, Spare.

Sagði Harry í bókinni að Katrín hefði bæði verið kuldaleg og ógestrisin við Meghan þegar hún var að stíga sín fyrstu skref innan konungsfjölskyldunnar.

Harry hefur fengið öryggisgæslu sína vestanhafs greidda af bresku krúnunni. Er hann sagður óttast það mjög að Vilhjálmur prins muni slaufa því fyrirkomulagi þegar hann verður orðinn konungur.

Er prinsinn því sagður leggja allt kapp á að laga sambandið við föður sinn sem fyrst í þeirri von um að það geti brúað bilið milli hans og stóra bróður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sagður hafa beitt Andrés hörðu

Vilhjálmur sagður hafa beitt Andrés hörðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á syni Schwarzenegger – Hefur misst 14 kíló og bætt á sig vöðvum

Ótrúleg breyting á syni Schwarzenegger – Hefur misst 14 kíló og bætt á sig vöðvum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís lét hylja gamalt tattú sem passar ekki lengur við hana – Útkoman er ótrúleg

Vigdís lét hylja gamalt tattú sem passar ekki lengur við hana – Útkoman er ótrúleg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Flíspeysumömmurnar hata þegar ég mæti á svæðið“

Vikan á Instagram – „Flíspeysumömmurnar hata þegar ég mæti á svæðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endist lengur í rúminu en það er eitt nýtt vandamál – „Ég hélt hún yrði ánægð“

Endist lengur í rúminu en það er eitt nýtt vandamál – „Ég hélt hún yrði ánægð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“