fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

KR-ingar minnast ungs leikmanns sem féll frá – „Ekki gleyma að vera bara til og sjá fegurð í öllu sem er“

433
Fimmtudaginn 12. júní 2025 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héðinn Már Hannesson, ungur maður og mikill KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins er látinn langt fyrir aldur fram aðeins 21 árs gamall. Héðinn Már var afskaplega rólegur og vinalegur drengur og var vel liðinn af liðsfélögum sínum. Þetta kemur fram á heimasíðu KR þar sem greint er frá andláti hans

Hann var fæddur þann 11. júní 2003 og lést þann 21. maí síðast liðinn eftir erfið veikindi. Héðinn Már fór á mörg fótboltamót með yngri flokkum KR, meðal annars á N1 mótið, Goða mótið og til Vestmannaeyja sem og til Svíþjóðar, Spánar og Chicago.

Eftir að Héðinn Már hætti í fótbolta tók tónlistin yfir og var hann sjálflærður á gítar, bassa og hljómborð auk þess að vera góður ljóða- og textahöfundur. Hann stofnaði hljómsveitina Marsipan sem var valin hljómsveit fólksins á Músiktilraunum árið 2023.

Stutt textabrot úr ljóði eftir Héðin Má:
Ég er bara ég
Þú ert bara þú.
Við getum ekki verið neitt annað.
Og ekki gleyma að vera bara til og sjá fegurð í öllu sem er

„KR sendir fjölskyldu, vinum og aðstandendum Héðins Más innilegar samúðarkveðjur og um leið hvetur alla KR-inga til þess að vera óhrætt að tala um erfiðleika og tilfinningar, innan sem utan vallar og þá sérstaklega unga drengi. Þeir sem hafa tök á geta styrkt Píeta samtökin sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur,“ segir á vef KR.

Reiknisnúmer: 0301-26-041041
Kennitala: 410416-0690

Við stöndum saman öll sem eitt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Í gær

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Í gær

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM