fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Íslensk börn komast ekki á leikvelli út af ferðamönnum – „Mér finnst þetta alveg ótrúlega dónalegt“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. júní 2025 14:00

Börn þurfa oft að bíða meðan ferðamenn láta taka af sér myndir á leiktækjunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á því að fullorðnir erlendir ferðamenn stoppi á leikvöllum til þess að taka myndir fyrir samfélagsmiðla. Þeir teppa leiktækin sem ætluð eru fyrir börn og þola oft ekki þyngd fullorðins fólks.

„Ég er að heimsækja Ísland með ungum börnum og því stoppa ég oft á leikvöllum. Ég hef oft tekið eftir hópum af ferðamönnum á völlunum sem einoka tækin fyrir sjálfa sig til þess að taka ljósmyndir,“ segir hneykslaður ferðamaður á samfélagsmiðlinum Reddit. Spyr hann hvort það sé ekki talið ókurteisi á Íslandi að barnlaust fólk teppi leiktæki á leikvöllum.

„Þeir hlaupa að leiktækjunum, leika sér á þeim og fá félaga sína til þess að taka myndir. Svo skiptast þeir á. Þeir yfirtaka leiktækin í langan tíma,“ segir hann.

Er hann hreint ekki hrifinn af þessari hegðun því hún hindrar börn í að geta leikið sér í tækjunum.

„Mér finnst þetta alveg ótrúlega dónalegt þar sem það eru yfirleitt ung börn að reyna að nota leikvöllinn. Það eru ekki mörg leiktæki á leikvöllunum og búnaðurinn virðist vera sérhannaður fyrir börn á leikskólaaldri og yngri deildir grunnskólans. Þess vegna er það þeim mun tillitslausara hjá fullorðnum að vera að teppa tækin fyrir krökkunum,“ segir ferðamaðurinn.

Nefnir ferðamaðurinn að hann hafi orðið vitni að þessu síðast í gær, þriðjudag. Þá hafi það verið hópur af Ítölum að skemma fyrir krökkunum.

„Í gær sá ég hóp af fullorðnum Ítölum gera þetta. Öll íslensku börnin stoppuðu, störðu og biðu þangað til tækin losnuðu,“ segir hann. Einnig hafi hann séð hópa frá Kóreu og Ísrael gera börnum þennan óleik.

Beri ekki þyngdina

Hafa um þetta skapast umræður, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, og sitt sýnist hverjum.

„Ég er frá öðru landi, en í mínu landi eru leiktæki ekki gerð til þess að bera þyngd fullorðins fólks (og það eru skilti sem sýna það). Já, því myndi ég segja að þetta sé dónaskapur,“ segir einn.

Aðrir nefna að það ætti að láta svona fólk heyra það. „Ég bý á Íslandi með fjölskyldu minni, með tveimur litlum börnum, og ef ég myndi sjá svona lagað ætti ég ekki í neinum vanda með að segja þeim að andskotast af leiktækjunum. Ég meina í alvöru! Hver gerir svona lagað?“ spyr hneykslaður Íslendingur.

„Í hvert skipti sem ég sé fullorðna ferðamenn að bjánast á leiktækjum barna á leikvöllum þá minni ég þá kurteisislega en ákveðið á að tækin eru ekki smíðuð fyrir fólk í þeirra þyngd og að þau ættu ekki að eyðileggja þetta fyrir börnunum,“ segir annar.

Ferðamenn verði ferðamenn

Ekki eru þó allir sammála um að þetta sé dónaskapur. Að minnsta kosti ekki dónaskapur sem sé það alvarlegur að það þurfi að gera úr því mál.

„Þú ert að heimsækja ótrúlega fallegt land. Hvers vegna að einblína á eitthvað sem þú getur ekki stjórnað? Njóttu bara frísins og láttu þetta eiga sig,“ segir einn. „Ferðamenn verða alltaf ferðamenn!“

„Vinsamlegast tilkynntu þetta mannréttindabrot til sendiráðsins þíns,“ segir einn með hæðnistóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Í gær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur