fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. maí 2025 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félagsmálaráðherra, segir að hún hefði getað keypt hundrað pör af skóm handa barnabarni sínu en að málið hefði ekki snúist um það.

Inga er framan á forsíðu Vikunnar og gerir upp stóra skómálið svokallaða, þegar hún hringdi í skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds Nike-skópars barnabarns hennar og var Inga sögð hafa minnt á áhrif sín í samfélaginu og tengsl við lögreglu. Skórnir fundust á endanum.

Málið vakti talsverða athygli í byrjun árs, en Inga segir að barnabarn hennar hafi ekki þorað að mæta í skólann síðan.

„Ég hefði getað keypt hundrað pör af skóm handa honum. Það snýst ekki um það. Það snýst bara um það hvort það megi stela af fólki og láta það átölulaust,“ segir Inga í Vikunni.

„Það hefur enginn fjölmiðill, enginn einasti fjölmiðill, farið í það hvaða afleiðingar það hafði fyrir 16 ára pilt að trúnaður í þessu persónulegu símtali var rofinn og það bitnaði eingöngu á þeim sem síst skyldi. 16 ára drengur sem langaði að verða pípari og var á annarri önninni sinni í framhaldsskóla hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur. Aldrei. Þessi drengur var eyrnamerktur sem ömmustrákur ráðherrans sem hringdi í skólastjórann. Bite me Blondie eins og ég segi oft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“