fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Segir að ADHD og vandamál með matarvenjur leiðast oft hönd í hönd – Gerðu þetta í staðinn

Fókus
Fimmtudaginn 15. maí 2025 09:02

Ragga Nagli. Mynd/Helgi Ómars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að fólk með ADHD eigi gjarnan við vandamál með matarvenjur og tekur nokkur dæmi. Hún deilir einnig ráðum um hvernig er hægt að sporna gegn þessu.

Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

„ADHD og vandamál með matarvenjur leiðast oft hönd í hönd eins og nýástfangnir unglingar á skólaballi. Mörg með ADHD glíma oft við óheilbrigt samband við mat, skömm, depurð, kvíða yfirþyngd, háan blóðsykur og háþrýsting.

Rannsakendur við hinn virta Duke háskóla í Norður Karólínu áætla að um 30% þeirra sem glíma við ofátsröskun séu með ADHD,“ segir hún og nefnir nokkrar ástæður þessarar tengingar:

Flest með ADHD klæjar oft í skinnið að láta undan hvatvísinni, kaupa eitthvað á netinu, grípa frammí þegar aðrir tala, og borða það sem kemur inn í sjónlínuna áður en rökhugsunin nær að stoppa hönd að munni. Fríhafnarnammið á kaffistofunni og kökusneiðin á fundinum og smákakan í bakaríinu og suðusúkkulaðið í bökunarskúffunni hverfur ofan í ginið án þess að framheilinn nái að grípa inn með áminningu um þín markmið og gildi.

ADHD lyf dempa matarlyst yfir daginn sem veldur því að kroppað er eins og spörfugl yfir daginn en þegar þau hverfa úr kerfinu síðla dags þá kemur oft matarlystin eins og stormsveipur í magaholið og skápaskrölt og skúffuóeirð heltekur sinnið hálftíma eftir kvöldmat því líkaminn öskrar á hitaeiningar. […]

Góður matur, sérstaklega sætmeti, kruðerí, sykursósað og brasað losar út vellíðunarhormónið dópamín og sumar rannsóknir sýna að ADHD séu næmari fyrir verðlaunaáhrifum hegðunar sem losa út dópamín í heilanum. Ein rannsókn leiddi í ljós að fólk með ADHD sýndi aukna virkni í heilanum þegar það sá myndir af mat borið saman við samanburðarhóp[…]

Skipulag og tímastjórnun er ekki sterkasta hlið fólks með ADHD sem þýðir að undirbúningur máltíða fer oft til fjandans þrátt fyrir fögur fyrirheit og ætlanir. Ekkert nestisbox með hollustu í hádeginu leiðir oft til neyðarúrræða í næstu lúgusjoppu. Og slíkri máltíð fylgir yfirleitt slen og þreyta sem leiðir til enn frekari heilaþoku og einbeitningarskorti.“

Fleiri dæmi má lesa í pistlinum hennar neðst í greininni.

Góð ráð

Ragga telur upp nokkur góð ráð til að styðja við betra samband við mat „hvort sem þú ert með ADHD eða ekki.“

  • „Borðaðu helst máltíðir alltaf á sama tíma alla daga. Notaðu jafnvel símann til að minna þig á að borða.
  • Dragðu djúpt inn andann 5 sinnum áður en þú byrjar að borða til að komast í sefkerfið og gera skilningarvitin næmari.
  • Gerðu allt rosalega hægt rétt fyrir máltíðina til að róa niður streitukerfið og koma þér í sefkerfið áður en þú byrjar að borða.
  •  Reyndu að elda í bunkum þegar þú eldar kvöldmatinn svo þú eigir hollan afgang fyrir hádegið á morgun.
  • Reyndu að borða hægar með að tyggja hægar, leggja frá þér hnífapörin milli bita og kyngja áður en þú tekur þau upp aftur til að skera næsta bita.
  • Vertu arkitekt að eigin árangri með að hafa hollan mat sýnilegri, og óhollari kosti erfiða að ná í með að geyma þá t.d í geymslunni eða bílskúrnum.
  • Reyndu að láta máltíðirnar skora hátt á fullnægingarfaktornum með að hafa litríka kosti á disknum, með alla pallettuna af súru, sætu, bitru, söltu, krönsí, köldu og heitu í máltíðum dagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna