Leikkonan Demi Moore lagði aðeins fram eina kröfu áður en hún samþykkti að taka upp – nú fræga – bikiníatriðið í kvikmyndinni Charlies Angels: Full Throttle sem kom út árið 2003.
Leikkonan var gestur í spjallþætti Drew Barrymore á dögunum og greindi frá beiðni sinni til framleiðanda myndarinnar, en hún fékk bara að vita af atriðinu þremur vikum fyrir tökur.
„Eina sem ég man er að ég grátbað þá um að hafa ekki rassinn minn í mynd. Ég veit ekki af hverju ég var með það á heilanum,“ sagði hún.
Moore var 40 ára á þeim tíma og segir að hún hafi ekki haft hugmynd um hversu stórt þetta atriði yrði og hversu mikið fólk myndi tala um aldur hennar. Hún ræðir þetta betur í spilaranum hér að neðan.