Cristiano Ronaldo hefur verið í herbúðum Al-Nassr í tvö og hálft ár og hefur á þeim tíma þénað 411 milljónir punda.
Samningur Ronaldo við Al-Nassr er að renna út og hefur samtalið um framlengingu ekki gengið vel.
Í fréttum erlendis segir að frammistaða Ronaldo hafi ekki verið góð undanfarið og forráðamenn félagsins efins um að gefa honum tveggja ára samning.
Ronaldo kom til Al-Nassr 1 janúar árið 2023 og hefur síðan þá tekið 71 milljarð í kassann fyrir það að spila fótbolta þar.
Ronaldo er launahæsti leikmaður í fótboltanum í dag en hann er fertugur og gæti þurft að finna sér nýtt félag í sumar.