Noregur var fyrsta landið til að tryggja sér sæti á úrslitakvöldinu í gærkvöldi og því gátu Norðmennirnir fylgst áhyggjulausir með því hvaða lönd fylgdu þeim áfram.
Segja má að gleðin hafi verið ósvikin þegar nafn Íslands var lesið upp í gærkvöldi og fögnuðu fáir meira en fulltrúi Noregs, fyrrnefndur Kyle sem er einn yngsti flytjandi keppninnar.
Eins og fram kom í viðtali mbl.is við Kyle í fyrradag er hann mikill aðdáandi VÆB-bræðra og kann hann meira að segja textann úr laginu. Virðist þessum ungu og hæfileikaríku tónlistarmenn vera vel til vina.
„Ég hef verið að hanga svolítið með VÆB. Hálfdán og Matti eru rosalega svalir,“ sagði hann.
Kyle Alessandro reacting to VAEB qualifying for Iceland #Eurovision pic.twitter.com/xZJUwYyCMl
— Principe 🫅🏾 (@Pri_Letterman) May 13, 2025