fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. maí 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð ljóst að Jadon Sancho þarf að leita sér að nýjum vinnuveitendum í sumar og er hann orðaður við tyrkneska félagið Fenerbahce í fjölmiðlum þar í landi í dag.

Sancho er á láni hjá Chelsea frá Manchester United og er kaupskylda í lánssamningnum, en Chelsea hyggst komast hjá því að nýta sér hana með því að greiða fyrir það 5 milljónir punda.

Ljóst er að enski kantmaðurinn á enga framtíð hjá United, sem keypti hann frá Dortmund á 73 milljónir punda 2021. Stóð hann aldrei undir þeim verðmiða og var lánaður aftur til Dortmund í fyrra, þar sem hann þótti standa sig vel, en svo til Chelsea síðasta haust þar sem hann hefur lítið getað.

Jose Mourinho stýrir Fenerbahce og gæti félagið fengið Sancho til sín í sumar, en hann var einnig orðaður við félagið síðasta sumar.

United vill fá tæpar 20 milljónir punda fyrir Sancho og ljóst að félagið mun því tapa hressilega á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel