Rodrygo leikmaður Real Madrid vill burt frá félaginu, hann neitaði að koma við sögu í leiknum gegn Barcelona um helgina.
Rodrygo er mjög ósáttur hjá Real Madrid og hefur farið fram á það að fara.
Marca segir að Rodrygo sé pirraður á því að vera ekki í stjörnuhlutverki, koma Jude Bellingham og Kylian Mbappe hafi breytt því.
Hafi Rodrygo látið sig dreyma um að vera eitt af andlitium liðsins ásamt Vinicius Jr. Svo verði ekki úr þessu.
Hann vill því fara í sumar og er ljóst að lið á Englandi og í Sádí Arabíu munu skoða það að sækja þennan 24 ára landsliðsmann frá Brasilíu.