fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. maí 2025 13:00

Screeshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United hélt að hann væri við dauðans dyr vegna flensu sem hann fékk á dögunum. Ferdinand endaði um borð í sjúkrabíl.

Ferdinand lét vita af veikindum sínum í síðustu viku þegar hann mætti ekki til starfa hjá TNT í Bretlandi þar sem hann átti að fjalla um fótboltaleiki.

„Ég fékk rosalegan vírus, ég hélt á tímabili að ég væri að deyja. Ég hélt að það væri að gerast, ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja,“ sagði Ferdinand.

„Ég var heima hjá mér, ég var í rúminu og ég var svo þjáður. Ég gat ekki lengur opnað augun.“

„Ég fékk höfuðverk, ég fæ það nánast aldrei. Ég hélt að hausinn væri á hvolfi og að augun væru bara að fara að springa út.“

Rio Ferdinand

Flensan var mjög slæm og segir Ferdinand. „Ég var síðan byrjaður að gubba og mér fannst allt vera á hvolfi, ég hélt í lakið á rúminu. Ég vissi ekki neitt.“

„Ég var fluttur á sjúkrahús og þá var mér sagt að ég færi í heilaskanna, þá fyrst varð ég stressaður.“

„Ég var á sjúkrahúsinu í nokkra daga en naut þess ekki að vera þar eða borða matinn. Súpan og ísinn þar gera nú yfirleitt kraftaverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Í gær

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Í gær

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn