Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United hélt að hann væri við dauðans dyr vegna flensu sem hann fékk á dögunum. Ferdinand endaði um borð í sjúkrabíl.
Ferdinand lét vita af veikindum sínum í síðustu viku þegar hann mætti ekki til starfa hjá TNT í Bretlandi þar sem hann átti að fjalla um fótboltaleiki.
„Ég fékk rosalegan vírus, ég hélt á tímabili að ég væri að deyja. Ég hélt að það væri að gerast, ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja,“ sagði Ferdinand.
„Ég var heima hjá mér, ég var í rúminu og ég var svo þjáður. Ég gat ekki lengur opnað augun.“
„Ég fékk höfuðverk, ég fæ það nánast aldrei. Ég hélt að hausinn væri á hvolfi og að augun væru bara að fara að springa út.“
Flensan var mjög slæm og segir Ferdinand. „Ég var síðan byrjaður að gubba og mér fannst allt vera á hvolfi, ég hélt í lakið á rúminu. Ég vissi ekki neitt.“
„Ég var fluttur á sjúkrahús og þá var mér sagt að ég færi í heilaskanna, þá fyrst varð ég stressaður.“
„Ég var á sjúkrahúsinu í nokkra daga en naut þess ekki að vera þar eða borða matinn. Súpan og ísinn þar gera nú yfirleitt kraftaverk.“