Cristiano Ronaldo gæti óvænt verið á förum frá liði Al-Nassr í Sádi Arabíu en það er Marca sem greinir frá.
Al Nassr hefur verið í viðræðum við Ronaldo um nýjan samning í dágóðan tíma en þær hafa nú siglt í strand.
Ronaldo er fertugur að aldri og vill spila á HM á næsta ári en hann getur enn skorað þúsund mörk á ferlinum og er væntanlega að elta það met.
Það er slæmt gengi Al Nassr sem hefur áhrif á ákvörðun Ronaldo en liðið tapaði gegn Al Ittihad í miðri viku og er nýbúið að tapa gegn Kawasaki Frontale í Meistaradeildinni í Asíu.
Ronaldo ætlaði að skrifa undir tveggja ára framlengingu við félag sitt en gæti nú róað á önnur mið í sumar.