En það var ekki alveg satt. Frankel ákvað að selja stóra húsið en hún greindi frá því í myndbandi á TikTok að hún hafi verið að „drukkna.“
„Þetta var stór eign og ég keypti hana þegar ég var á öðrum stað í lífi mínu. Ég hélt að þetta myndi vera stórt fjölskylduheimili og að ég væri alltaf með gesti.“
Frankel bjó í húsinu ásamt dóttur sinni, sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Jason Hoppy.
„Ég var að drukkna í þessu húsi […] Þetta er fallegt hús fyrir stóra fjölskyldu með börn og ömmur og afa, en þetta var bara hús þar sem ég var mikið ein því ég þekki ekki marga sem búa þarna í kring,“ sagði hún og sagði að hún hafi lengi verið einmana. Mikið ein heima í þessu stóra húsi, en það hafi leitt til þess að hún hafi byrjað að birta myndbönd á TikTok og þakkaði hún aðdáendum fyrir stuðninginn í gegnum árin. Hún sagðist einnig spennt fyrir næsta kafla.
@bethennyfrankel Home alone… I have a community in Florida.. #florida #move #homealone ♬ original sound – Bethenny Frankel