
Ivan Toney er sagður spenntur fyrir endurkomu til Englands og að ganga í raðir Tottenham.
Toney fór í peningana í Sádi-Arabíu sumarið 2024 og gekk í raðir Al-Ahli frá Brentford. Eftir rúmt ár í Sádí er hann opinn fyrir því að koma heim.
Thomas Frank, sem var stjóri Brentford er Toney var þar, er með Tottenham í dag og vill framherjinn vinna með honum.
Vegna meiðslavandræða vantar Tottenham líka mann í sóknarlínuna og leitar Frank í það sem hann þekkir vel.
Þá spilar HM vestan hafs næsta sumar inn í, en Toney vill vera með enska landsliðinu þar.