fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cicinho, fyrrum hægri bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hefur opinberað alvarlegan baráttuvið alkóhólisma á ferlinum og viðurkennir að hafa mætt drukkinn á æfingar hjá spænska risanum.

Cicinho, sem er nú 45 ára, spilaði í 18 mánuði með Real Madrid áður en hann gekk til liðs við Roma sumarið 2007. Hann á 15 landsleiki fyrir Brasilíu og eitt landsliðsmark, en segir að tímabil hans í Madríd hafi verið þungbært utan vallar.

Í viðtali við brasilíska þáttinn Ressaca hjá EPTV lýsti hann því hvernig áfengisvandi hans fór úr böndum á þeim tíma.

„Ef þeir spyrja mig hvort ég hafi nokkurn tímann mætt drukkinn á æfingu hjá Real Madrid, já, ég gerði það,“ sagði hann.

„Ég drakk kaffi til að reyna að fela andadráttin og úðaði á mig ilmvatni. Í þessari atvinnu, sem atvinnumaður í fótbolta, var þetta auðvelt. Ég þurfti ekki einu sinni peninga til að fá mér að drekka.“

Cicinho segir að vandinn eigi rætur að rekja til unglingsáranna.

„Ég var 13 ára þegar ég drakk áfengi í fyrsta sinn og ég hætti aldrei,“ sagði hann.

„Ég ólst upp í sveit og um helgar hittumst við vinirnir, fórum á torgin og á skemmtistaði.“

Hann lék 32 leiki fyrir Real Madrid áður en hann yfirgaf félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina