fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndir um nýtt launaþak í ensku úrvalsdeildinni gætu haft alvarlegar lagalegar afleiðingar, þar sem leikmannasamtökin PFA hóta að höfða mál gegn deildinni verði tillagan samþykkt.

Aðildarfélögin munu innan skamms greiða atkvæði um svokallað anchoring-kerfi, sem myndi takmarka útgjöld hvers félags við ákveðna margföldun af þeirri upphæð sem botnliðið fær í sjónvarps og verðlaunafé.

Reglan kæmi ofan á ný „squad cost ratio“-ákvæði sem þegar hafa verið kynnt. Þar má aðeins eyða ákveðni upphæð af tekjum í leikmenn, laun og annað slíkt.

Samkvæmt Daily Mail eru bæði Manchester-liðin alfarið mótfallin kerfinu.

Þau telja að það muni veikja enska boltann, fæla stærstu stjörnurnar frá deildinni og rýra stöðu hennar sem stærstu og sterkustu deildar heims. Aðrir óttast að breytingin muni hafa ruðningsáhrif á Championship og gera nýliðum enn erfiðara fyrir að halda sér uppi.

„Þetta mun drepa stöðu okkar sem besta deild í heimi og öll þau verðmæti sem hún skapar,“ sagði einn stjórnandi.

„Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys.“

Í yfirlýsingu sem PFA sendi Daily Mail varaði sambandið ensku úrvalsdeildina við því að samþykkja tillöguna og boðaði harða baráttu ef hún verður leidd í lög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjörvar heyrði samtal Haaland við samlanda sinn um síðustu helgi og segir frá því sem var sagt

Hjörvar heyrði samtal Haaland við samlanda sinn um síðustu helgi og segir frá því sem var sagt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Í gær

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Í gær

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina