fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir

433
Fimmtudaginn 23. október 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi enski varnarmaðurinn George Baldock lést í hörmulegu slysi í október í fyrra, aðeins 31 árs gamall, en hann drukknaði í sundlaug við heimili sitt í Aþenu.

Samkvæmt niðurstöðum krufningar var hvorki áfengi né fíkniefni í líkama hans og var andlátið skráð sem slys. Baldock var sagður ætla að fljúga til Englands daginn eftir til að fagna fyrsta afmæli sonar síns, Brody.

Ný skjöl úr dánarbúi sýna að Baldock skildi eftir eignir að verðmæti rúmlega 5,7 milljónum punda, sem lækkuðu í um 4 milljónir punda þegar skuldir voru teknar inn í myndina.

Þar sem hann hafði ekki gert erfðaskrá munu peningarnir fara til sonar hans, undir umsjón unnustu hans Annabel Dignam, þar til drengurinn nær 18 ára aldri.

Dignam birti hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlum. „George, ástin mín og sálufélagi. Fullkominn faðir fyrir fallega drenginn okkar. Þú varst heimur minn, og ég veit að við vorum þinn.“

Baldock, sem fæddist á Englandi, átti gríska ömmu og lék 12 landsleiki fyrir Grikkland. Hann spilaði lengst af á Englandi en einnig með ÍBV hér á landi um stutt skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal reynir að losa sig við rækjusamlokustuðningsmenn með nýrri aðferð

Arsenal reynir að losa sig við rækjusamlokustuðningsmenn með nýrri aðferð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu